Skilvísin borgaði sig ekki

Þórshöfn í Færeyjum.
Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Dagur

Saga af tveim­ur Fær­ey­ing­um, sem tóku gasofn með sér af krá í Þórs­höfn, er ekki góð dæmi­saga um að heiðarleiki borgi sig að lok­um.

Fram kem­ur á vef Sosial­ins, að menn­irn­ir hefðu séð ofn­inn standa utan við krána og þeim hafi þótt mjög sniðugt, að taka hann með sér heim. 

En þegar menn­irn­ir vöknuðu dag­inn eft­ir fóru timb­ur­menn­irn­ir og sam­visk­an að plaga þá og þeir ákváðu því að fara með ofn­inn aft­ur og skila hon­um. Krá­ar­eig­and­an­um þótti uppá­tæki mann­anna hins veg­ar ekk­ert sniðugt og kærði þá til lög­reglu. 

Nú hef­ur dóm­stóll fjallað um málið. Hann frestaði refs­ingu mann­anna skil­orðsbundið en gerði þeim að borga of­neig­and­an­um 6000 dansk­ar krón­ur, um 130 þúsund ís­lensk­ar krón­ur, í bæt­ur vegna þess að ofn­inn skemmd­ist í öll­um flutn­ing­un­um.

„Þetta fékk ann­an mann­anna til að segja í dómssaln­um, að  þeir hefðu bet­ur sleppt því að vera heiðarleg­ir og skila ofn­in­um því eng­inn hefði séð þegar þeir tóku hann," seg­ir Sosial­ur­in.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. Fólk nálgast þig til að fá að vita leyndarmálið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir