56 drukknir flugmenn

56 flugmenn sem vinna hjá indverskum flugfélögum hafa fallið á áfengisprófi á síðustu tveimur árum. Tveir flugmenn hafa verið reknir, en annar af þeim reyndist tvívegis vera með of mikið alkóhól í blóði.

Þessar upplýsingar voru birtar eftir að upplýst var að tveir störfuðu sem flugmenn á grundvelli falsaðra prófskírteina. Fram hafa komið áhyggjur af því að flugöryggismál á Indlandi séu ekki í nægilega góðu lagi.

Flugmálayfirvöld hafa sett fram drög að reglum sem kveða á um að flugmenn sem mæta drukknir til vinnu fái ekki að fljúga næstu þrjá mánuði og að þeir verði reknir eftir annað brot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar