Reiður eigandi eyðilagði sportbíl

Byggingarverkamennirnir réðust á bílinn með sleggjur að vopni.
Byggingarverkamennirnir réðust á bílinn með sleggjur að vopni. Reuters

Kínverji nokkur var orðinn svo pirraður á því hvað nýi Lamborghini Gallardo sportbíllinn hans bilaði oft að hann lét starfsmenn byggingarfyrirtækisins, sem hann á, eyðileggja bílinn með sleggjum.

Að sögn kínverskra fjölmiðla keypti maðurinn bílinn fyrir nokkrum vikum en bíllinn var þá hálfs árs gamall. Bíllinn bilaði ítrekað eftir að maðurinn keypti hann og hvorki bílasalinn né kínverska umboðið fyrir Lamborghini töldu sig bera á því ábyrgð.

Bíleigandinn ákvað þá að vekja athygli á því hve réttindi kínverskra bíleigenda eru lítil og fékk starfsmenn í byggingarfyrirtæki, sem hann rekur, til að eyðileggja bílinn með sleggjum.  Þetta hefur vakið mikla athygli og myndir af bílflakinu hafa farið víða á netinu.

Nýr  Lamborghini Gallardo er metinn á nærri 35 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir