Fagrar konur hunsa frekar reikninginn

Þessar hafa eflaust einhverntímann losnað við reikninginn á fyrsta stefnumóti.
Þessar hafa eflaust einhverntímann losnað við reikninginn á fyrsta stefnumóti. Reuters

Aðlaðandi konur eru óviljugri en þær sem ekki hafa útlitið með sér til að greiða reikning á fyrsta stefnumóti. Þetta sýnir ný rannsókn sem framkvæmd var af rannsóknarmönnum við skoska háskólann í St. Andrews. Samkvæmt niðurstöðunum eru aðlaðandi konur ekki nískari en aðrar, heldur finnst þeim réttlátt að karlar borgi þar sem þeir fái að njóta nærveru þeirra.

Rannsóknarmennirnir fengu rúmlega fjögurhundruð karla og konur til þess að meta fríðleika sinn og svara nokkrum spurningum varðandi hegðun þeirra á stefnumótum. Hverjum og einum var sýnd mynd af manneskju af gagnstæðu kyni og áttu svarendur að ímynda sér að þeir væru úti að borða með þeim einstaklingi. Að því loknu áttu svarendur að meta hvort þeir myndu greiða allan reikninginn, skipta honum, eða láta hinn aðilann borga allan brúsann.

Fallegar konur voru ólíklegastar til þess að vilja koma nálægt reikningnum og voru aðlaðandi karlar ólíklegastir til þess að vilja greiða allan reikninginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir