Seagal réðst á heimili á skriðdreka

Steven Segal
Steven Segal

Kvikmyndastjarnan Steven Seagal tók á dögunum þátt í stórtækri árás lögreglu á heimili manns í Arizona sem lá undir grun fyrir að skipuleggja hanaslagi. Lögreglan réðst inn á lóð mannsins í brynvörðum bifreiðum, þar á meðal skriðdreka sem Seagal stýrði.

Sérsveitarlið var með í för og var nágrönnum mannsins nokkuð brugðið. Þeir hafa kvartað undan þessari aðgerð og segja hana allt of stórtæka. Talið er að aðgerðin hafi kostað tugi þúsunda dala.

Á heimili mannsins, Jesus Llovera, var talsverður fjöldi af hönum og kjúklingum. Hann var handtekinn, en var einn síns liðs og óvopnaður. Öllum hundrað og fimmtán fuglum var slátrað á staðnum.

Verjandi Llovera er sannfærður um þetta hafi allt verið sett á svið fyrir nýjasta sjónvarpsþátt Seagal sem ber heitið Lawman. Segal hefur gert samning við lögregluembættið í Phoenix sem kveður á um að kvikmyndastjarnan megi fylgja lögreglunni í handtökur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir