Seagal réðst á heimili á skriðdreka

Steven Segal
Steven Segal

Kvikmyndastjarnan Steven Seagal tók á dögunum þátt í stórtækri árás lögreglu á heimili manns í Arizona sem lá undir grun fyrir að skipuleggja hanaslagi. Lögreglan réðst inn á lóð mannsins í brynvörðum bifreiðum, þar á meðal skriðdreka sem Seagal stýrði.

Sérsveitarlið var með í för og var nágrönnum mannsins nokkuð brugðið. Þeir hafa kvartað undan þessari aðgerð og segja hana allt of stórtæka. Talið er að aðgerðin hafi kostað tugi þúsunda dala.

Á heimili mannsins, Jesus Llovera, var talsverður fjöldi af hönum og kjúklingum. Hann var handtekinn, en var einn síns liðs og óvopnaður. Öllum hundrað og fimmtán fuglum var slátrað á staðnum.

Verjandi Llovera er sannfærður um þetta hafi allt verið sett á svið fyrir nýjasta sjónvarpsþátt Seagal sem ber heitið Lawman. Segal hefur gert samning við lögregluembættið í Phoenix sem kveður á um að kvikmyndastjarnan megi fylgja lögreglunni í handtökur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar