Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kom að læstum dyrum í Hvíta húsinu þegar hann sneri aftur til Washington eftir ferðalag til nokkurra landa í S-Ameríku.
Myndavélar fylgdu Obama þegar hann gekk í átt að Hvíta húsinu. Þegar hann ætlaði að ganga inn kom í ljós að dyrnar voru læstar. Hann lét þetta ekki slá sig út af laginu og hélt áfram að næstu dyrum, kíkti inn og gekk svo að þriðju dyrunum sem voru ólæstar.
Svo virðist sem starfsfólk Hvíta hússins hafi ekki verið sagt frá því að Obama væri á leiðinni og því hafi láðst að taka dyrnar úr lás.