Reyna að banna kynmök manna við dýr

Þessi geit tengist fréttinni ekki.
Þessi geit tengist fréttinni ekki. Jim Smart

Þingmenn Flórída-ríkis í Bandaríkjunum eru nú að reyna setja lög sem banna kynmök manna með dýrum. Þetta er þriðja tilraunin til þess á stuttum tíma, en síðustu tvær tilraunir hafa mistekist.

Frumvarpið á rætur að rekja til atviks sem átti sér stað í Flórída árið 2008, þegar geit var nauðgað og henni síðan slátrað. Geitin var dáð heimilisdýr einnar fjölskyldu í ríkinu og atvikið vakti mikinn óhug meðal íbúa. Í kjölfar þess áttuðu menn sig á því að það var í raun ekki brot á neinum lögum og því var ekki hægt að fara með málið fyrir dómstóla.

Ástæðan fyrir því að ekki hefur tekist að setja lög um málið er eðli þess. Þingmenn hafa ekki viljað afgreiða lögin á meðan önnur og brýnni mál liggja fyrir, eins og atvinnusköpun. Þá hafa þingmenn ekki viljað ræða þetta ógeðfellda mál á þingi því börn eiga oft leið hjá þingpöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir