Tólf ára með hærri greindarvísitölu en Einstein

Jacob Barnett leysir stærðfræðiverkefni á glugganum heima hjá sér.
Jacob Barnett leysir stærðfræðiverkefni á glugganum heima hjá sér. Youtube.com

Jacob Barnett, tólf ára gamall bandarískur drengur hefur nýverið vakið nokkra athygli á vefnum fyrir stærðfræðimyndband sitt á Youtube.com. Er óhætt að segja að Barnett, sem er sagður vera með hærri greindarvísitölu en sjálfur Albert Einstein, sé stærðfræðisnillingur.

Dagblaðið Indianapolis Star sagði frá Barnett fyrir stuttu. Barnett er með minniháttar einhverfu og fer létt með að leysa einhver flóknustu stærðfræðidæmi sem um getur. Drengurinn gengur í háskóla í sínu heimaríki, Indiana. Hreyfing innan skólans vill að Barnett verði ráðinn sem launaður aðstoðarmaður við rannsóknir skólans.

„Við sögðum honum að eftir þessa önn verður nóg komið af bókum. Þú ert kominn hingað til að starfa við vísindi,“ segir John Ross, eðlisfræðiprófessor við skólann.

Þrátt fyrir ungan aldur telur Barnett að hann geti afsannað afstæðiskenningu Einsteins, samkvæmt Time-tímaritinu. Stjarneðlisfræðingurinn Scott Tremaine, sem starfar í Princeton háskólanum, hefur staðfest að Barnett sé hugsanlega á réttri leið. Barnett kveðst einnig ætla að afsanna kenninguna um Miklahvell í framtíðinni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan