Tólf ára með hærri greindarvísitölu en Einstein

Jacob Barnett leysir stærðfræðiverkefni á glugganum heima hjá sér.
Jacob Barnett leysir stærðfræðiverkefni á glugganum heima hjá sér. Youtube.com

Jacob Barnett, tólf ára gam­all banda­rísk­ur dreng­ur hef­ur ný­verið vakið nokkra at­hygli á vefn­um fyr­ir stærðfræðimynd­band sitt á Youtu­be.com. Er óhætt að segja að Barnett, sem er sagður vera með hærri greind­ar­vísi­tölu en sjálf­ur Al­bert Ein­stein, sé stærðfræðisnill­ing­ur.

Dag­blaðið Indi­ana­pol­is Star sagði frá Barnett fyr­ir stuttu. Barnett er með minni­hátt­ar ein­hverfu og fer létt með að leysa ein­hver flókn­ustu stærðfræðidæmi sem um get­ur. Dreng­ur­inn geng­ur í há­skóla í sínu heimaríki, Indi­ana. Hreyf­ing inn­an skól­ans vill að Barnett verði ráðinn sem launaður aðstoðarmaður við rann­sókn­ir skól­ans.

„Við sögðum hon­um að eft­ir þessa önn verður nóg komið af bók­um. Þú ert kom­inn hingað til að starfa við vís­indi,“ seg­ir John Ross, eðlis­fræðipró­fess­or við skól­ann.

Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur tel­ur Barnett að hann geti afsannað af­stæðis­kenn­ingu Ein­steins, sam­kvæmt Time-tíma­rit­inu. Stjar­neðlis­fræðing­ur­inn Scott Tremaine, sem starfar í Princet­on há­skól­an­um, hef­ur staðfest að Barnett sé hugs­an­lega á réttri leið. Barnett kveðst einnig ætla að afsanna kenn­ing­una um Mikla­hvell í framtíðinni.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Allir vilja verja sitt svæði og þá ríður á að sýna kurteisi, ekki síst á vinnustað. Vertu opinn fyrir þeim sem eru frábrugðnir öðrum og varastu dómhörku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Allir vilja verja sitt svæði og þá ríður á að sýna kurteisi, ekki síst á vinnustað. Vertu opinn fyrir þeim sem eru frábrugðnir öðrum og varastu dómhörku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant