Hafði aldrei heyrt talað um internetið

Þúsundir heimila misstu tengingu við netið þegar konan skar á …
Þúsundir heimila misstu tengingu við netið þegar konan skar á tengingar.

75 ára gömul kona frá Georgíu hefur verið handtekin fyrir að rjúfa internetsamband við þúsundir heimila í Georgíu og Armeníu. Kona fullyrti með tárin í augunum að hún væri saklaus og sagðist aldrei hafa heyrt um þetta fyrirbæri sem kallað er internet.

Hayastan Shakarian er sökuð um að hafa rofið netteningar þannig að þúsundir heimila gátu ekki náð samband við netið klukkutímum saman. Hún er sögð hafa tekið í sundur leiðslur þegar hún var að leita að málmi sem hún gæti komið í verð.

Shakarian segist aðeins hafa verið úti að safna eldivið. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta internet er,“ sagði hún.

Verði Shakarian fundin sek má hún búast við allt að þriggja ára fangelsi. Sonur hennar segir að hún sé skelfingu lostinn og gráti meira og minna allan daginn.

Innanríkisráðuneytið í Georgíu segir að Shakarian hafi í yfirheyrslum játað að hafa hoggið í sundur kapalinn.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona mál kemur upp í Georgíu, því árið 2009 fór nettenging í sundur þegar maður var að leita að málmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar