Fimmtíu ár eru liðin frá því að hugmyndasmiður helfararinnar, Adolf Eichmann, var dæmdur til dauða fyrir voðaverk sín og hugsanlegt er að yfirstandandi réttarhöld yfir stríðsglæpamönnum seinni heimstyrjaldarinnar verði þau síðustu.
Að sögn nasistafangarans Efraims Zuroffs hafa þúsundir þeirra sloppið en nú er svo komið að kynslóðir bæði glæpamannanna og vitna eru að hverfa yfir móðuna miklu, eða eru orðnir óhæfir til þess að bera vitni.
„Réttarhöldin yfir Kepiro, sem hefst 5. maí, gætu orðið þau síðustu, eða síðastu stóru réttarhöldin, yfir stríðsglæpamanni nasista,“ sagði Zuroff í samtali við AFP fréttastofuna en hinn ungverski Sandor Kepiro, nú 97 ára, var einn af yfirmönnum í ungverska hernum sem skipulögðu morðin á hundruðum borgara í Novi Sad í Serbíu, 23. janúar 1942.
Í München standa yfir réttarhöld yfir hinum 90 ára John Demjanjuk en hann er ákærður fyrir að hafa átt þátt í morðum 27.900 Gyðinga í starfi sínu sem vörður í útrýmingarbúðunum í Sobibor. Þessi réttarhöld gætu orðið meðal þeirra allra síðustu.