Stjórnmálamaður stal klósettpappír

mbl.is/Eyþór

Þýskur stjórnmálamaður var nýlega staðinn að verki við að stela klósettpappír inni á salerni í ráðhúsi borgarinnar Stralsund.

Húsverðir í ráðhúsinu fylltust grunsemdum þegar þeir sáu, að hratt gekk á salernispappírsbirgðir hússins. Þeir ákváðu því að leggja gildru fyrir pappírsþjófinn og stóðu Frank-Michael John, 24 ára borgarfulltrúa vinstriflokksins Die Linke, þar sem hann gekk út úr salerninu með pappírsrúllu í annarri hendi og aðra í bakpoka sínum.

Saksóknaraembætti Stralsund staðfesti að verið væri að rannsaka þjófnað á „nokkrum verðlitlum munum." Að sögn þýskra fjölmiðla hurfu um 200 klósettpappírsrúllur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir