Þýskur stjórnmálamaður var nýlega staðinn að verki við að stela klósettpappír inni á salerni í ráðhúsi borgarinnar Stralsund.
Húsverðir í ráðhúsinu fylltust grunsemdum þegar þeir sáu, að hratt gekk á salernispappírsbirgðir hússins. Þeir ákváðu því að leggja gildru fyrir pappírsþjófinn og stóðu Frank-Michael John, 24 ára borgarfulltrúa vinstriflokksins Die Linke, þar sem hann gekk út úr salerninu með pappírsrúllu í annarri hendi og aðra í bakpoka sínum.
Saksóknaraembætti Stralsund staðfesti að verið væri að rannsaka þjófnað á „nokkrum verðlitlum munum." Að sögn þýskra fjölmiðla hurfu um 200 klósettpappírsrúllur.