Ungbarn fékk Margarítu í stað eplasafa

Fyrirtækið sem rekur Applebee's veitingakeðjuna í Bandaríkjunum segir að allir starfsmenn fyrirtækisins verði sendir í endurþjálfun vegna mistaka sem voru gerð nýverið. En þá fékk ungbarn áfengan drykk fyrir mistök.

Forsvarsmenn DineEquity, sem rekur staðina, segir að farið verði yfir verklagsreglur og komið verði í veg fyrir mistök sem þessi geti endurtekið sig.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á veitingastað Applebee's.

Á föstudag fór Taylor Dill-Reese með 15 mánaða gamlan son sinn á Applebee's stað í Madison Heigths, sem er úthverfi Detroit, og pantaði hún m.a. eplasafa handa syni sínum.

Svo virðist sem að drengurinn hafi fengið Margarítu í staðinn.

Dill-Reese sagði í samtali við fjölmiðla að sonur sinn hefði farið að hagað sér undarlega eftir að hann fékk drykkinn. Hann hefði lagt höfuðið á borðið og dottað um stund. Síðan hefði hann vaknað og verið mjög hress og kátur. Á drengurinn m.a. að hafa kallað til ókunnugra.

Applebee's sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins sl. mánudag. Þar segir að drengnum hafi ekki orðið meint af drykknum. Þá baðst fyrirtækið afsökunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar