Fyrirtækið sem rekur Applebee's veitingakeðjuna í Bandaríkjunum segir að allir starfsmenn fyrirtækisins verði sendir í endurþjálfun vegna mistaka sem voru gerð nýverið. En þá fékk ungbarn áfengan drykk fyrir mistök.
Forsvarsmenn DineEquity, sem rekur staðina, segir að farið verði yfir verklagsreglur og komið verði í veg fyrir mistök sem þessi geti endurtekið sig.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á veitingastað Applebee's.
Á föstudag fór Taylor Dill-Reese með 15 mánaða gamlan son sinn á Applebee's stað í Madison Heigths, sem er úthverfi Detroit, og pantaði hún m.a. eplasafa handa syni sínum.
Svo virðist sem að drengurinn hafi fengið Margarítu í staðinn.
Dill-Reese sagði í samtali við fjölmiðla að sonur sinn hefði farið að hagað sér undarlega eftir að hann fékk drykkinn. Hann hefði lagt höfuðið á borðið og dottað um stund. Síðan hefði hann vaknað og verið mjög hress og kátur. Á drengurinn m.a. að hafa kallað til ókunnugra.
Applebee's sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins sl. mánudag. Þar segir að drengnum hafi ekki orðið meint af drykknum. Þá baðst fyrirtækið afsökunar.