Tæplega þrítugur Dani á von á háum reikningi frá dönsku lögreglunni en hann var staðinn að því að aka fullur og réttindalaus á 226 km hraða á Jótlandi í gærkvöldi.
Danska lögreglan fylgdist grannt með páskaumferðinni í gær, þar á meðal á veginum milli Esbjerg og Kolding, þar sem maðurinn var stöðvaður.
„Hann sagðist hafa séð okkur á þessum stað í gær og hélt að við yrðum ekki með eftirlit þar tvo daga í röð," hefur Ritzau fréttastofan eftir Jesper Duus í lögreglunni á Suðaustur-Jótlandi.