Stálu hári

Lögreglan í Chicago klórar sér ákaft í höfðinu um þessar mundir vegna óvenjulegs þjófnaðarmáls þar sem hári var stolið frá fyrirtæki, sem útvegar hárgreiðslufólki vörur.

Lögreglan segir, að þjófarnir hafi brotið upp stóra stálhurð þar sem fyrirtækið Beauty One er til húsa og stolið mjög verðmætu hári. Ekki er ljóst hve miklu hári var stolið og hvert verðmæti þess er.  

AP fréttastofan hefur eftir lögreglumanni, að hann hafi rannsakað mörg innbrot en þetta sé í fyrsta skipti sem hár komi við sögu.    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar