Ungur karlmaður komst lífs af þegar bíll, sem hann ók hrapaði í Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum. Bíllinn stöðvaðist á tré um 61 metra fyrir neðan gilbrúnina.
Talsmaður Miklagljúfursþjóðgarðsins segir, að maðurinn hafi verið fluttur á heilsugæslustöð í Flagstaff en hann sé ekki alvarlega slasaður. Þjóðgarðsverðir fundu bíl mannsins skorðaðan við tré um 61 metra fyrir neðan gilbarminn. Aðeins fyrir neðan tréð var annað þvernhnípi.
Gestur í garðinum gekk fram á manninn á mánudagskvöld. Sagðist maðurinn hafa misst stjórn á bíl sínum og farið fram af gilbarminum. Eftir að bíllinn stöðvaðist hefði hann losað sig úr bílflakinu og klifrað upp til að sækja hjálp.