Hrapaði í Miklagljúfur og lifði

Horft niður í Miklagljúfur.
Horft niður í Miklagljúfur. Reuters

Ungur karlmaður komst lífs af þegar bíll, sem hann ók hrapaði í Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum. Bíllinn stöðvaðist á tré um 61 metra fyrir neðan gilbrúnina. 

Talsmaður Miklagljúfursþjóðgarðsins segir, að maðurinn hafi verið fluttur á heilsugæslustöð í Flagstaff en hann sé ekki alvarlega slasaður. Þjóðgarðsverðir fundu bíl mannsins skorðaðan við tré um 61 metra fyrir neðan gilbarminn. Aðeins fyrir neðan tréð var annað þvernhnípi.  

Gestur í garðinum gekk fram á manninn á mánudagskvöld. Sagðist maðurinn hafa misst stjórn á bíl sínum og farið fram af gilbarminum. Eftir að bíllinn stöðvaðist hefði hann losað sig úr bílflakinu og klifrað upp til að sækja hjálp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup