Rifrildi braust út þegar fimmtug kona í borginni Livorno í Toscana-héraði var ósátt við hversu þykkar skinkusneiðarnar voru sem afgreiðslumaður í stórmarkaði skar fyrir hana.
Kom þá til handalögmála á milli starfsmannsins og föður hans annars vegar og eiginmanns konunnar og tveggja sona þeirra hins vegar. Var lögregla kölluð til og þrír sjúkrabílar sendir á staðinn.
Starfsmaðurinn, konan og eiginmaður hennar voru öll sár eftir hamaganginn og fengu aðhlynningu á sjúkrahúsi. Þá var farið með föður starfsmannsins á sjúkrahús.