Hamagangur út af skinku

Parmaskinka. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Parmaskinka. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Árni Sæberg

Rifrildi braust út þegar fimmtug kona í borginni Livorno í Toscana-héraði var ósátt við hversu þykkar skinkusneiðarnar voru sem afgreiðslumaður í stórmarkaði skar fyrir hana.

Kom þá til handalögmála á milli starfsmannsins og föður hans annars vegar og eiginmanns konunnar og tveggja sona þeirra hins vegar. Var lögregla kölluð til og þrír sjúkrabílar sendir á staðinn.

Starfsmaðurinn, konan og eiginmaður hennar voru öll sár eftir hamaganginn og fengu aðhlynningu á sjúkrahúsi. Þá var farið með föður starfsmannsins á sjúkrahús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar