Stjórnendum þáttarins „The Simpsons“ er fátt heilagt og ekki er algengt að þeir biðjist afsökunar á því sem þar kemur fram. Í síðasta þætti er hins vegar að finna leiðréttingu á mistökum sem gerð voru í fyrri þætti.
Kristen Schaal var gestaleikari í þættinum, en einn af dyggum aðdáendum þáttarins benti á að vitlaust hefði verið farið með nafn hennar í lok þáttar þar sem nafn hennar var ritað „Kristen Schall“. Í síðasta þætti var Bart Simpson látinn leiðrétta þessi mistök í upphafi þáttar þegar hann er tekinn upp að töflu í skólastofunni.