Ætlar að horfa á heimsendi í sjónvarpi

Sjálfboðaliði frá Family Radio með spjald þar sem dómsdagur er …
Sjálfboðaliði frá Family Radio með spjald þar sem dómsdagur er boðaður.

Bandaríski sjónvarpsprédikarinn Harold Camping, sem spáir því að heimsendir verði á morgun, ætlar að fylgjast með ragnarökunum í sjónvarpinu.

Camping, sem er 89 ára, hefur áður komið fram með spádóma, sem ekki hafa ræst. Hann spáði því meðal annars að Jesús Kristur myndi stíga niður á jörðina að nýju árið 1994. 

Nú segist hann viss um, að miklir jarðskjálftar muni ríða yfir jörðina á morgun og að hinir sanntrúuðu muni fara til himna.

„Það er enginn efi á að þetta mun gerast," sagði Camping við Reutersfréttastofuna. 

Camping stýrir Family Stations Inc. sem rekur útvarpsstöðvar um öll Bandaríkin og víðar.  Stuðningsmenn hans hafa hengt upp þúsundir auglýsinga þar sem varað er við dómsdeginum og aðrir hafa ekið um Bandaríkin til að koma fréttunum á framfæri. 

Camping, sem er verkfræðingur að mennt og rak um tíma byggingarfyrirtæki," ætlar að dvelja ásamt konu sinni í Alameda í norðurhluta Kalíforníu á morgun og fylgjast með hamförunum.

Líkt og fyrri spár byggir Camping dómsdagsspá sína á biblíunni og ýmsum útreikningum á atburðum, sem þar er sagt frá, svo sem Nóaflóðinu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan