Ósýnilegur heimsendir

Harold Camping, presturinn sem spáð hafði dómsdegi síðastliðinn laugardag, er kominn úr felum og svaraði spurningum í útvarpsþætti sínum í gær. Hann sagðist ekki hafa haft rangt fyrir sér, hins vegar hafi hann túlkað það vitlaust hvernig dagurinn myndi fara.

Camping sagði 21. maí vissulega hafa verið dómsdag, hann hefði hins vegar verið ósýnilegur, eða andlegur dómsdagur, frekar en líkamlegur. Hann sagðist ekki ætla að greiða þeim til baka sem seldu allt sitt og gáfu trúarsöfnuðinum í þeirri trú að nú yrði öllu lokið.

Camping virtist ekki geta svarað öllum spurningunum sem hann var spurður og var í nokkurri mótsögn við sjálfan sig. Hann var þó með það á hreinu að endirinn er nærri.

„Ég hef aldrei sagt að ég sé óskeikull,“ sagði Camping. Það væri hins vegar Drottinn sagði hann og vísaði í þau „merki sem hann hefur gefið, til dæmis gay pride, um að við stöndum á þröskuldi dómsins, eða gríðarlegrar aukningar illskunnar.“

Nánar má lesa um svör Camping hér.

Camping er hér enn. Og við öll.
Camping er hér enn. Og við öll. Reuter
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar