Fékk þrýstiloft í rassinn

McCormack er heppinn að vera á lífi.
McCormack er heppinn að vera á lífi.

Flutningabílstjóri frá Nýja-Sjálandi blés upp eins og loftblaðra þegar hann féll niður á þrýstiloftsslöngu sem stakkst inn í rasskinnina á honum. Hann lifði þetta óhapp af og kemur til með að ná fullri heilsu.

Steven McCormack var að vinna við bíl sinn og féll niður milli bílsins og tengivagns. Við fallið brotnaði þrýstiloftsstútur og stakkst inn í rassinn á honum. Loftið þrýstist inn í hann og hann blés upp eins og blaðra.

McCormack æpti upp fyrir sig, en félagi hans kom honum til hjálpar og náði að skrúfaði fyrir loftið. Í frétt á BBC kemur fram að McCormack sé búinn að vera á spítala í nokkra daga. Læknar eru hissa á að skinnið skyldi ekki springa undan loftþrýstingnum. Loftið náði að aðskilja fitu frá vöðvum.

„Ég fann þegar loft þrýstist inn í líkamann og mér fannst eins og ég ætlaði að springa. Ég blés upp eins og fótbolti. Mér leið eins og ég væri með kafaraveiki. Ég var algerlega bjargarlaus,“ sagði McCormack í samtali við staðarblað á Nýja Sjálandi. Hann þakkar félaga sínu fyrir að hafa bjargað lífi sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup