„Hefur þú einhverja reynslu af því að fljúga?“

Tvísýnt var um tíma hvernig flugferðin myndi enda.
Tvísýnt var um tíma hvernig flugferðin myndi enda.

Eiginkona flugmanns þurfti að taka á honum stóra sínum þegar maður hennar veiktist þegar hann var að fljúga lítilli flugvél frá Kaliforníu til Colarado í Bandaríkjunum. Hún náði að halda vélinni á lofti þó að hún hefði enga flugmannsreynslu.

Flugmálayfirvöld hafa birt upptöku af samtali sem fór fram eftir að flugmaðurinn veiktist.

„Hefur þú einhverja reynslu af því að fljúga flugvélum?“ spyr flugmaður sem var í nágrenni við flugvélina. „Nei,“ svarar konan.

Flugmaðurinn reynir síðan að leiðbeina konunni að setja sjálfstýringuna á. Konan segist vera að reyna það og segir síðan: „Ég veit ekki hvernig á að gera þetta.“

Eiginmaður konunnar átti við öndunarerfiðleika að stríða og gat ekki stjórnað vélinni eða aðstoðað hana. Flugumferðarstjórar reyndu að leiðbeina konunni á meðan vélin tók dýfur í loftinu.

Konunni tókst að lokum með aðstoð flugumferðarstjórnar að stilla á sjálfstýringuna. Vélin tók samt dýfu og þá heyrist konan kalla: „Við erum að hrapa.“ Konan var þá yfir Klettafjöllunum. Konunni tókst hins vegar að beina vélinni frá fjöllunum.

Eftir að vélin lækkaði flugið batnaði heilsa flugmannsins og honum tókst að lokum að lenda vélinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup