Dó úr hræðslu í eigin jarðarför

Frá borginni Kazan í Rússlandi.
Frá borginni Kazan í Rússlandi. Ljósmynd/Wikipedia

Kona frá borginni Kazan í Rússlandi vaknaði á föstudag upp við svo vondan draum að hún lést í kjölfarið. Fagilyu Mukhametzyanov, sem var 49 ára gömul, hafði verið ranglega úrskurðuð látin af læknum í borginni.

Jarðarförin var haldin mjög fljótlega í kjölfarið, en við athöfnina vaknaði Fagilyu þar sem hún lá í líkkistu sinni umkringd grátandi fjölskyldu sinni og ættingjum. Fór hún þá að öskra af hræðslu þar sem hún áttaði sig á því að stutt væri í að hún yrði grafin lifandi.

Hún var þá flutt í skyndi aftur á hið nærliggjandi sjúkrahús þar sem læknarnir höfðu gert mistökin.

Eiginmaður hennar, Fagili, Mikhametzyanov, var í miklu uppnámi þegar hann talaði við þarlendan blaðamann um málið. ,,Augu hennar flöktu og við komum henni strax aftur upp á spítala. En hún lifði aðeins í tólf mínútur eftir að þangað var komið," sagði hann.

Hann kvaðst mundu fara í mál við spítalann. „Ég er mjög reiður yfir þessu og ég vil fá svör. Hún var ekki dáin þegar þeir sögðu að hún væri það. Þeir hefðu getað bjargað lífi hennar,“ sagði hann.

Talsmaður sjúkrahússins hefur sagt að yfirvöld séu nú að rannsaka tildrög dauða Fagilyu.

Kazan er höfuðborg sambandsríkisins Tatarstan í Rússlandi, en það er austur af Moskvu. Sagt er frá þessu á vefútgáfu blaðsins New York Daily Mail.

Greint er frá þessu á vef Daily Mail.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir