Ólga út af vindgangi

Kameldýr er þarfaþing víða. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Kameldýr er þarfaþing víða. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. AP

Heimssamband kameldýravísindamanna hefur brugðist ókvæða við hugmyndum ástralskra stjórnvalda um að lóga villtum drómedum á þeim forsendum að vindgangur þeirra stuðli að hlýnun jarðar. Segja vísindamennirnir það ranga og heimskulega hugmynd.

Segir sambandið (International Society of Camelid Research and Development) að verið sé að kenna kameldýrum um vandamál sem sé á ábyrgð mannanna.

„Við trúum því að hið góðhjartaða og skapandi fólk Ástralíu geti látið sér detta í hug betri og gáfulegri lausn en að útrýma kameldýrum á ómannúðlegan hátt,“ sagði í ályktun frá sambandinu.

Var hugmyndin um að lóga kameldýrum reifuð í skýrslu á vegum loftlagsbreytinga- og orkunýtingarstofnunar Ástralíu. Er það fyrirtæki sem fæst við ráðgjöf á sviði land- og dýranýtingar sem leggur þetta til.

Fyrst var komið með kameldýr til Ástralíu á 19. öld til þess að auðvelda landnemum lífið í hitanum og þurrkinum sem þar ríkir. Nú eru dýrin um 1,2 milljónir og segja sumir að þau séu til óþurftar þar sem þau skemmi gróður og gefi frá sér gróðurhúsalofttegundir.

Er því haldið fram af þeim sem eru fylgjandi hugmyndunum að hvert dýr gefi frá sér 45 kílógrömm af metani og jafngildi það einu tonni af koldíoxíði á ári.

Lagt er til að dýrin verði skotin úr þyrlum eða að þeim verði smalað saman og send í sláturhús. Yrði kjötið svo notið til manneldis eða sem gæludýrafóður.

Þessu mótmæla kameldýrafræðimennirnir og segja útreikningana á „útblæstri“ dýranna fáránlegan. Hann sé byggður á framreikningi á tölum yfir kýr. Það sé hins vegar ekki eðlilegt því að efnaskipti kameldýra séu hraðari en í nautgripum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup