Þungir menn með færri sáðfrumur

Það gæti reynst erfiðara fyrir menn í yfirþyngd að geta …
Það gæti reynst erfiðara fyrir menn í yfirþyngd að geta barn. Ásdís Ásgeirsdóttir

Of þungir og offeitir menn hafa minni fjölda sáðfruma í sæðinu en menn í kjörþyngd, þ.e. ef þeir eru með hærri líkamsmassastuðul (BMI) en 25. Þeir sem mælast með líkamsmassastuðul á bilinu 25-30 eru of þungir en sé hann hærri en 30 er um offitu að ræða.

Þetta eru niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á þessu sviði og voru þær kynntar á ráðstefnu ESHRW, European Society of Human Reproduction and Embryology, sem nú stendur yfir í Svíþjóð.

Í rannsókninni voru skoðaðar sæðisprufur 1.940 karlmanna og var niðurstaðan sú að yfirþyngd, og meðfylgjandi hormónaójafnvægi, hefði ýmis áhrif á sáðfrumurnar, t.d. fjölda þeirra, hreyfanleika og lífvæni. Var magn sáðfruma í sæðinu 10% minna hjá mönnum í yfirþyngd en hjá mönnum í kjörþyngd, og 20% minna hjá offeitum mönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir