130 ára morðgáta leyst

Höfuðkúpan fannst í London.
Höfuðkúpan fannst í London. Reuters

Lokapunktur var settur aftan við 132 ára gamla morðgátu þegar dánardómstjóri í Lundúnum úrskurðaði að höfuðkúpa, sem fannst í október sl., hafi tilheyrt konu sem var myrt árið 1879.

Breski dánardómstjórinn Alison Thompson staðfesti í dag að höfuðkúpan hafi tilheyrt Juliu Thomas, sem var auðug ekkja.

Höfuðkúpan fannst við uppgröft í bakgarði breska líffræðingsins David Attenborough í Richmond í London.

Í kjölfarið fór breskur rannsóknarlögreglumaður yfir gögnin í málinu og framkvæmdi m.a. greiningu á geislakoli sem leiddu hið sanna í ljós.

Dánardómstjórinn úrskurðaði í dag að Thomas hefði verið myrt. Hún hlaut höfuðáverka og var kæfð. Morðinginn reyndist vera ráðskona á heimili ekkjunnar.

Nánar tiltekið í bakgarði David Attenborough.
Nánar tiltekið í bakgarði David Attenborough. mbl.is/Sverrir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka