Ástarbréf 53 ár á leiðinni

Bréfið er loksins á leiðinni til viðtakandans 53 árum síðar
Bréfið er loksins á leiðinni til viðtakandans 53 árum síðar Reuters

Ástarbréf sem sent var í pósti árið 1958 er loksins á leið til viðtakandans 53 árum síðar.

Bréfið var stílað á Clark C. Moore sem var nemandi við háskóla í Pennsylvaníu á þessum tíma en sendandinn var unnusta hans. Þau gengu í hjónaband þrátt fyrir að bréfið hafi ekki borist fyrr en nú.

Á vef BBC kemur fram að bréfið hafi fundist í póstherbergi háskólans fyrr í mánuðinum.

Erfiðlega gekk að hafa upp á viðtakandanum þar sem hann breytti nafni sínu fyrir löngu síðan í Muhammad Siddeeq. Vinur hans sá hins vegar frétt um bréfið í sjónvarpinu og lét vita hver réttmætur eigandi væri. Siddeeq, 74 ára, er mjög spenntur að sjá bréfið þó svo þau hjón séu skilin. Þau eiga fjögur börn saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir