Laug til um mannrán

Tíu ára gömul þýsk stúlka laug því að foreldrum sínum að henni hafi verið rænt af manni vopnuðum skærum eftir að hafa klippt hár sitt hressilega. Óttaðist hún viðbrögð foreldranna vegna klippingarinnar og greip því til þess ráðs að kenna mannræningja um klippinguna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hanover kom stúlkan til nágranna í gær og sagði þá sögu að einhver hefði brotist inn á heimili hennar, ógnað henni með skærum og haldið henni fanginni um tíma.  Lét nágranninn lögreglu strax vita af meintu mannráni. Lögregla leitaði í nágrenninu að manninum án árangurs.

Nokkrum klukkustundum síðar viðurkenndi stúlkan að hún og bróðir hennar hefðu fundið skærin í kjallaranum og ákveðið að klippa hár sitt aðeins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir