Pútín finnur fjársjóð

Veiðimaðurinn og forsætisráðherrann Putin er þekktur fyrir skemmtileg uppátæki sín.
Veiðimaðurinn og forsætisráðherrann Putin er þekktur fyrir skemmtileg uppátæki sín. AP

Vladimír Pútín, forsætisráðherra og fyrrum forseti Rússlands, er margt til lista lagt. Nýverið fór Pútín ásamt fylgdarliði í köfunarferð og þrátt fyrir að hafa einungis kafað tvisvar sinnum áður, tókst honum að finna tvær fornar krukkur sem rekja má aftur til sjöttu aldar eftir Krist.

Óðum styttist í forsetakosningar í Rússlandi og af þeim sökum reyna oft ráðamenn að minna á sig skömmu áður en þjóðin gengur til kjörstaða. Má því segja að Pútín hafi dottið í lukkupottinn þegar hann fann krukkurnar tvær með hóp rússneskra fjölmiðla sér við hlið.

Samkvæmt rússneskum fréttamiðlum var köfunarferð Pútíns nýhafin og hann einungis verið á um tveggja metra dýpi þegar hann uppgötvaði hinn falda fjársjóð.

Pútín er þekktur fyrir að láta fátt stöðva sig og hafa fjölmiðlar m.a. birt myndir af fyrrum leiðtoga Rússlands þar sem hann flýgur hátækni herþotu til Tétsníu og keppir í bardagaíþróttinni júdó.

Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, og Pútín hafa heitið því að heyja ekki kosningabaráttu gegn hvorum öðrum á næsta ári. Þess í stað munu þeir ákveða hvor þeirra býður sig fram í komandi kosningum. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir