Vilja banna kossaflens á vinnustöðum

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, kyssir kanslara Þýskalands, Angelu Merkel yfirleitt …
Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, kyssir kanslara Þýskalands, Angelu Merkel yfirleitt þegar þau hittast. Það er hins vegar spurning um hvort hún eigi að setja miða á borð sitt þar sem hún afþakkar kossaflensið Reuters

Þýskur félagsskapur sem veitir ráð um siðareglur og framkomu vill að bann verði lagt við kossum á vinnustöðum.

Knigge samtökin segja að sá siður að heilsa vinnufélögum og viðskiptafélögum með kossi valdi mörgum Þjóðverjum óþægindum.

Forseti samtakanna, Hans-Michael Klein, segir að hann hafi fengið tölvubréf frá fólki sem hefur áhyggjur af þessu kossaflensi á vinnustöðum og hvetur fólk til þess að halda sig við handabandið gamla góða í stað þess að kyssa fólk á kinnina.

Á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir Klein að þetta kossaflens sé ekki þýskur siður heldur komi frá Ítalíu, Frakklandi og Suður-Ameríku. Ekki sé hægt að banna fólki að kyssast á vinnustöðum en vernda verði þá sem vilji ekki láta kyssa sig. Við leggjum því til að fólk setji á skrifborð sín í vinnunni vinsamlega ábendingu þar að lútandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir