Mikil leit stendur yfir að kúnni Yvonne í Bæjaralandi í Þýskalandi og hefur verið heitið 10 þúsund evrum, rúmlega 1,6 milljónum króna, í fundarlaun handa þeim sem finnur kúna.
Í frétt þýska blaðsins Bild kemur fram að Yvonne hafi sloppið af bóndabæ skammt frá Zangerg í maí. Býður Bild fundarlaun fyrir kúna eftir að yfirvöld í Bæjaralandi höfðu gefið út veiðileyfi á Yvonne þar sem hún ógnaði umferð. Ákvörðun yfirvalda var tekin í kjölfar þess að kýrin hljóp í veg fyrir lögreglubíl á sveitarvegi nýverið. Þau segja hins vegar að það að drepa kúna sé einungis neyðarráðstöfun.