Lögregla á Grikklandi hefur leyst upp kleinuhring.
Um var að ræða hóp glæpamanna, sem reyndi að einoka kleinuhringjamarkað á grískri baðströnd nálægt Þessalóniku.
Málið hófst þegar kvartað var til lögreglu um að tveir Búlgarar og grískur uppgjafaglímumaður beittu ofbeldi til að reyna að bola öðrum kleinuhringjasölum burt af ströndinni.
Lögreglumaður brá sér þá í dulargerfi kleinusala. Kleinudólgarnir þrír réðust á lögreglumanninn og voru handteknir í kjölfarið.
Þremenningarnir hafa nú verið ákærðir fyrir fjárkúgun og fjársvik. Þeir voru einnig ákærðir fyrir brot á matvælalöggjöfinni en lögregla komst að því að þeir geymdu kleinuhringi í yfirgefnu hóteli sem baðstrandargestir notuðu sem salerni.