Fíll í göngutúr í Kaupmannahöfn

Sirkusfíllinn Ramboline fór í göngutúr í Kaupmannahöfn í gær. Á …
Sirkusfíllinn Ramboline fór í göngutúr í Kaupmannahöfn í gær. Á myndinni er annar fíll. Reuters

 „Ég veit að þú trúir mér ekki, en það er fíll á göngu á Vasbygade," sagði einn Kaupmannahafnarbúi þegar hann hringdi í lögregluna í gær.

Lögreglan ákvað hins vegar að trúa tilkynningunni enda hringdu fleiri í neyðarlínu með sömu upplýsingar. Í ljós kom að fíll hafði sloppið úr sirkus og var á gangi í nágrenni Fiskitorgsins.

Lögreglan segir að fíllinn hafi verið í sirkusbúðum og séð nokkur græn tré hinum megin við götuna og ákveðið að kanna þau nánar.

Þegar lögreglan kom á staðinn var fíllinn hinn rólegasti að gæða sér á trjánum. 

„Við hringdum í sirkusinn og spurðum hvort þau söknuðu fíls, og það gerðu þau reyndar," segir vaktstjóri hjá Kaupmannahafnarlögreglunni við vef Berlingske.

Starfsfólk Cirkus Dannebrog sótti síðan fílinn, sem heitir Ramboline, og fór með hann í girðinguna sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar