Vildi hringja í Hvíta húsið

Hvíta húsið í Washington.
Hvíta húsið í Washington.

Frændi Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, var handtekinn í síðustu viku grunaður um ölvun við akstur. Þegar lögregla spurði frændann hvert hann vildi hringja svaraði hann: Ég held að ég hringi í Hvíta húsið.

Onyango Obama var handtekinn í Framingham Massachusetts 24. ágúst og ákærður fyrir ölvun við akstur. Að sögn lögreglu sýndi Obama greinileg ölvunareinkenni.

Samkvæmt lögregluskýrslunni sagðist Obama aðeins hafa drukkið tvo bjóra en féll samt á nokkrum ölvunarprófum. Þegar hann var spurður hvort hann vildi hringja í einhvern sagðist hann halda, að hann vildi hringja í Hvíta húsið, embættisbústað Bandaríkjaforseta í Washington. 

Obama er enn í haldi vegna brots á innflytjendalögum en það bendir til þess að hann sé ekki með gilt vegabréf. 

Faðir Baracks Obama var frá Kenýa. Skyldmenni hans þar hafa áður komist í fréttir. Á síðasta ári fékk Zeituni Onyango, systir Onyango Obama, hæli í Bandaríkjunum en vísa átti henni úr landi eftir að í ljós kom að hún hafði búið þar ólöglega um langt skeið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir