Vildi hringja í Hvíta húsið

Hvíta húsið í Washington.
Hvíta húsið í Washington.

Frændi Baracks Obama, Banda­ríkja­for­seta, var hand­tek­inn í síðustu viku grunaður um ölv­un við akst­ur. Þegar lög­regla spurði frænd­ann hvert hann vildi hringja svaraði hann: Ég held að ég hringi í Hvíta húsið.

Onyango Obama var hand­tek­inn í Fram­ing­ham Massachusetts 24. ág­úst og ákærður fyr­ir ölv­un við akst­ur. Að sögn lög­reglu sýndi Obama greini­leg ölv­un­ar­ein­kenni.

Sam­kvæmt lög­reglu­skýrsl­unni sagðist Obama aðeins hafa drukkið tvo bjóra en féll samt á nokkr­um ölv­un­ar­próf­um. Þegar hann var spurður hvort hann vildi hringja í ein­hvern sagðist hann halda, að hann vildi hringja í Hvíta húsið, embætt­is­bú­stað Banda­ríkja­for­seta í Washingt­on. 

Obama er enn í haldi vegna brots á inn­flytj­enda­lög­um en það bend­ir til þess að hann sé ekki með gilt vega­bréf. 

Faðir Baracks Obama var frá Kenýa. Skyld­menni hans þar hafa áður kom­ist í frétt­ir. Á síðasta ári fékk Zeit­uni Onyango, syst­ir Onyango Obama, hæli í Banda­ríkj­un­um en vísa átti henni úr landi eft­ir að í ljós kom að hún hafði búið þar ólög­lega um langt skeið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir