Sonurinn neitar að flytja að heiman

Ítalskir karlar eru margir miklir mömmustrákar.
Ítalskir karlar eru margir miklir mömmustrákar. BRENDAN MCDERMID

Ítölsk hjón hafa óskað eftir aðstoð lögfræðings við fá son þeirra til að flytja að heiman. Sonurinn er 41 árs gamall og býr enn heima hjá foreldrunum þrátt fyrir að vera með ágæta vinnu.

Hjónin segja að sonur þeirra neiti að flytja að heiman, en krefjist þess að fötin hans séu þvegin og straujuð og að honum sé gefið að borða á matartímum. Þau hafa óskað eftir aðstoð lögfræðings við að reyna að fá manninn til að flytja að heiman. Lögfræðingurinn hefur sent syninum bréf þar sem honum eru gefnir sex dagar til að flytja að heiman annars verði höfðað dómsmál gegn honum.

Faðirinn segist vera að gefast upp á syninum. Móðir hans sé undir miklu álagi og hafi þurft að leita til læknis. Hann segir tímabært að sonurinn flytji að heiman enda sé hann í ágætu starfi.

Foreldar mannsins eru síður en svo eina fólkið á Ítalíu sem stendur frammi fyrir þessu vandamáli, en þar er algengt að börn búi heima hjá foreldrum sínum fram á miðjan aldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir