Stal 160 milljónum

Lögregla rannsakar ránið.
Lögregla rannsakar ránið. Reuters

Manni sem þóttist vera starfsmaður öryggisgæslufyrirtækis tókst að komast inn í banka á flugvellinum í Aþenu í Grikklandi og stela þaðan einni milljón evra eða um 160 milljónum króna. Hann tók síðan leigubíl af flugvellinum.

Maðurinn kom inn í bankann með þeim orðum að hann þyrfti að skoða tiltekið mál sem tengdist öryggismálum í bankanum. Starfsmaður bankans skoðaði skilríki mannsins. Eftir að hann var kominn inn í bankann dró hann upp byssu og neyddi starfsmanninn til að hleypa sér inn í peningageymslu bankans. Hann fyllti síðan þrjár töskur af peningum og lét sig síðan hverfa.

Rannsókn á ráninu stendur yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar