Fékk tveggja metra inniskó

Inniskór. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Inniskór. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Brynjar Gauti

Mistök verksmiðjustarfsmanna í Kína urðu til þess að breskur maður sem hafði sérpantað sér inniskó fékk skó sem er á stærð við bifreið. Lásu starfsmennirnir stærðina 14.5 sem 1.450. Telur maðurinn sig nú vera eiganda stærsta inniskós í heimi.

Hinn 27 ára gamli Tom Boddingham er með misstóra fætur og kaupir því alltaf sérsniðna skó. Skórinn sem hann fékk sendan frá Hong Kong var hins vegar rúmlega tveir metrar að lengd. Breska blaðið The Telegraph segir frá þessu.

„Ég held að ég hljóti að vera eigandi stærsta inniskós í heiminum. Ég ætla að selja hann á Netinu og ef ég get grætt aðeins á honum þá þeim mun betra,“ segir Boddingham.

Talsmaður fyrirtækisins bað Boddingham afsökunar og sagði að mistökin hafi orðið vegna þýðingarvillu. Ætlar fyrirtækið að senda honum skó í réttri stærð. Að sögn talsmannsins héldu starfsmenn verksmiðjunnar að nota ætti hinn risavaxna inniskó í útstillingu í búðarglugga.

Frétt The Telegraph um málið og mynd af skónum góða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka