Glimrandi gagnrýni um tónleika sem var aflýst

George Michael.
George Michael. Reuters

Austurrískur tónlistargagnrýnandi var frekar óheppinn þegar hann skrifaði afar lofsamlega gagnrýni í blað sitt á mánudag um tónleika breska tónlistarmannsins Georges Michaels. 

Fram kemur á vef Die Presse, að gagnrýnandinn hafi í umsögninni lýst fjálglega lögunum, sem George Michael söng. „Hann „swingar" og djassar með gæsahúðarröddu sinni gegnum tónlistarperlur á borð við lag Ninu Simone, My Baby Just Cares For Me, Let Her Down Easy, eftir Terence Trent D'arby og Roxanne frá Sting," stóð í blaðinu Krone.

Með greininni birtust stórar myndir af söngvarnum þenja lungun og undir stóð að hann hefði sigrað hjörtu Vínarbúa með frábærum lögum sínum.

Það var aðeins eitt vandamál: Tónleikunum hafði nefnilega verið aflýst því Michael var lagður inn á sjúkrahús í Vínarborg með sýkingu í lungum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar