Þjófur kennir fórnarlambi um innbrotið

Innbrotsþjófurinn iðraðist einskis.
Innbrotsþjófurinn iðraðist einskis. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Breskur innbrotsþjófur á táningsaldri skrifaði fórnarlömbum sínum bréf þar sem hann sagði hann iðraðist ekki að hafa brotist inn til þeirra og sagði að þau gætu aðeins kennt sjálfum sér um innbrotið vegna þess að þau skildu eftir opinn glugga og dregið frá.

„Í hreinskilni sagt truflar það mig ekki og mér þykir ekki leitt að ég hafi brotist inn og rænt heimili ykkar,“ sagði hinn 16 ára gamli innbrotsþjófur frá Leeds í bréfi til fórnarlamba sinna. Stal hann sjónvörpum, myndavél og leikjatölvu af heimilinu. Í bréfinu bauðst hann ennfremur til þess að fara í gegnum „heimskuleg mistök“ fórnarlambanna.

Bréfið átti að vera lykilatriði í eftirliti drengsins sem hann var dæmdur í eftir að hann var handtekinn. Kom það heldur betur í bakið á eftirlitsmönnum hans vegna þess að í bréfinu, sem var þar fyrir utan fullt af málfræði- og stafsetningarvillum, skrifaði drengurinn: „Þið eruð nógu heimsk til þess að skilja eldhúsgluggann á neðri hæð eftir opinn. Ég myndi ekki gera það á milljón árum. En hvað um það, ég vorkenni ykkur ekkert og ég ætla ekki að sýna neina samúð eða iðrun.“

Var bréfið aldrei sent til fórnarlambanna en lögreglunni misbauð svo forherðing innbrotsþjófsins að hún gerði það að hluta af herferð sinni til þess að fá húseigendur til þess að gæta að heimilum sínum yfir jólahátíðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar