Veiddi óvenjufeitan ref

Þessi óvenjulega bústni refur var skotinn í fjalli ofan við …
Þessi óvenjulega bústni refur var skotinn í fjalli ofan við Lundarreykjadal í Borgarfirði í síðustu viku. mbl.is/Birgir

„Hann var mjög þung­ur, miklu þyngri en venju­leg full­orðin tófa,“ sagði Birg­ir Hauks­son tóf­u­skytta sem veiddi óvenjuþung­an ref í fjalli ofan við Lund­ar­reykja­dal á föstu­dag­inn var. Birg­ir bar ref­inn til byggða.

„Hann seig al­veg veru­lega í. Ég var margsinn­is að því kom­inn að skera af hon­um skottið og henda hon­um en það varð ekki af því,“ sagði Birg­ir. Hann var bú­inn að sjá ref­inn neðan af vegi og vissi því af hon­um. Á föstu­dag­inn fór hann í re­fa­leit upp á fjall. „Það eru blett­ir sem maður þekk­ir þar sem þær sofa og maður fer og gáir á þá. Það var auðvelt að sjá hann því það var autt.“

Ref­ur­inn var yrðling­ur frá því í vor en orðinn ak­feit­ur og því ljóst að hann hef­ur haft nóg að éta. Birg­ir taldi lík­legt að hann hefði legið í hræj­um og jafn­vel kom­ist í ein­hvern úr­gang.

„Hann hef­ur alla­vega ekki lifað á rjúpu, það er al­veg á hreinu því hún er nán­ast aldauða á þessu svæði eins og ann­ars staðar í Borg­ar­f­irðinum,“ sagði Birg­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef allt gengur ekki eins og smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef allt gengur ekki eins og smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell