Hafa ekki áhuga á samböndum

Fleiri en einn af hverjum fjórum ógiftum Japönum á aldrinum …
Fleiri en einn af hverjum fjórum ógiftum Japönum á aldrinum 35-39 ára hefur ekki stundað kynlíf. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Reuters

Metfjöldi japanskra ungmenna er ekki í sambandi og fjölmörg þeirra hafa ekki áhuga á því. Þetta eru niðurstöður könnunar ríkisstjórnar landsins á viðhorfi ungs fólks til kynlífs og hjónabands. Stefnir allt í að Japönum fækki umtalsvert á næstu áratugum.

Sextíu og eitt prósent ókvæntra karlmanna á aldrinum 18 til 34 ára á ekki kærustu og helmingur ógiftra kvenna á sama aldri á ekki kærasta. Hefur þetta hlutfall vaxið frá því í síðustu könnum sem gerð var árið 2005.

Fæðingartíðni í Japan er ein sú lægsta í heiminum og ef fram fer sem horfir fækkar landsmönnum umtalsvert fyrir miðja þessa öld. Því láta stjórnvöld gera slíka könnun á fimm ára fresti. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá þessu.

Meira en fjórðungur karlanna og 23% kvennanna sögðust ekki einu sinni vera að leita sér að maka. Sumir báru við peningaskorti, aðrir sögðu að það væri ómögulegt að finna góðan maka þegar komið væri yfir 25 ára aldur. Sögðu margar kvennanna að piparjónkulífið hentaði þeim betur en það sem þær ímynduðu sér að hjónalífið væri.

Þá kom fram í könnuninni að fleiri en einn af hverjum fjórum ógiftum körlum og konum á aldrinum 35 til 39 ára hefðu aldrei stundað kynlíf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir