Hafa ekki áhuga á samböndum

Fleiri en einn af hverjum fjórum ógiftum Japönum á aldrinum …
Fleiri en einn af hverjum fjórum ógiftum Japönum á aldrinum 35-39 ára hefur ekki stundað kynlíf. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Reuters

Met­fjöldi jap­anskra ung­menna er ekki í sam­bandi og fjöl­mörg þeirra hafa ekki áhuga á því. Þetta eru niður­stöður könn­un­ar rík­is­stjórn­ar lands­ins á viðhorfi ungs fólks til kyn­lífs og hjóna­bands. Stefn­ir allt í að Japön­um fækki um­tals­vert á næstu ára­tug­um.

Sex­tíu og eitt pró­sent ókvæntra karl­manna á aldr­in­um 18 til 34 ára á ekki kær­ustu og helm­ing­ur ógiftra kvenna á sama aldri á ekki kær­asta. Hef­ur þetta hlut­fall vaxið frá því í síðustu könn­um sem gerð var árið 2005.

Fæðing­artíðni í Jap­an er ein sú lægsta í heim­in­um og ef fram fer sem horf­ir fækk­ar lands­mönn­um um­tals­vert fyr­ir miðja þessa öld. Því láta stjórn­völd gera slíka könn­un á fimm ára fresti. Breska rík­is­út­varpið BBC seg­ir frá þessu.

Meira en fjórðung­ur karl­anna og 23% kvenn­anna sögðust ekki einu sinni vera að leita sér að maka. Sum­ir báru við pen­inga­skorti, aðrir sögðu að það væri ómögu­legt að finna góðan maka þegar komið væri yfir 25 ára ald­ur. Sögðu marg­ar kvenn­anna að pip­ar­jónku­lífið hentaði þeim bet­ur en það sem þær ímynduðu sér að hjóna­lífið væri.

Þá kom fram í könn­un­inni að fleiri en einn af hverj­um fjór­um ógift­um körl­um og kon­um á aldr­in­um 35 til 39 ára hefðu aldrei stundað kyn­líf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir