Kærði páfa fyrir að nota ekki bílbelti

Páfi í bíl sínum í Benin nýlega.
Páfi í bíl sínum í Benin nýlega. Reuters

Þjóðverji nokkur hefur lagt fram kæru vegna þess, að Benedikt páfi XVI notaði ekki bílbelti þegar ekið var með hann í sérútbúnum bíl í Þýskalandi nýlega.

Páfi var í opinberri heimsókn í Þýskalandi í september og með í för var sérstakur brynvarinn bíll sem notaður hefur verið lengi.

Lögmaðurinn Christian Sundermann staðfesti við blaðið Der Westen í dag, að íbúi í borginni Dortmund hefði sent yfirvöldum í Freiburg kæru. Þar kom páfi við í Þýskalandsheimsókn sinni.

Kærandinn segir, að páfi hafi sést nokkrum sinnum í bílnum án þess að nota bílbelti eins og lögbundið er í Þýskalandi. Segist kærandinn geta leitt fram nokkur vitni að þessu, þar á meðal erkibiskupinn í Freiburg og forsætisráðherra Baden-Württemberg.  

Skrifstofa Sundermanns birti einnig myndskeið á vefnum YouTube þar sem páfi sést á ferð í bílnum og er greinilega ekki með bílbelti.

Fari málið fyrir dóm og páfi verði dæmdur sekur gæti hann þurft að greiða allt að 400 þúsund krónur í sekt. 

Bæði lögmaðurinn og kærandinn segja, að tilgangurinn með kærunni sé að vekja athygli á umferðaröryggismálum en ekki að grafa undan kaþólsku kirkjunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir