Gamlar ruðningshetjur slógust

Tveir gamlir kanadískir ruðningsleikmenn fóru óvænt að slást í hádegisverðarboði í Vancouver um helgina. Mennirnir, sem báðir eru á áttræðisaldri, eru sagðir hafa verið óvinir í 48 ár, eða frá því annar þeirra lenti í átökum við herbergisfélaga hins í leik árið 1963.

Þeim Joe Kapp og Angelo Mosca var báðum boðið á athöfn á vefum kanadíska ruðningssambandsins á laugardag. Kapp, sem er 73, kom þá til Mosca og ætlaði að gefa honum blóm til merkis um sáttavilja.

Mosca, 74 ára, sem einnig var atvinnumaður í glímu á sínum yngri hárum, sló þá til Kapp sem slæmdi þá hækju sinni í andlit Mosca og sló af honum gleraugun. Þeir ruku síðan saman og helltu svívirðingum hvor yfir annan.

Að sjálfsögðu tók einhver gestur myndir af átökunum á farsíma sinn og myndskeiðið hefur slegið í gegn á YouTube. 

Nokkrir þeirra, sem hafa skoðað myndskeiðið, velta því fyrir sér hvort átökin hafi verið sviðsett en von er á bók frá Mosca á næstu dögum. 

Myndskeiðið á YouTube

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir