8 ára og 90 kíló

Yfirvöld í Coyahoga-sýslu segja eðlilegt að 8 ára börn vegi …
Yfirvöld í Coyahoga-sýslu segja eðlilegt að 8 ára börn vegi í kringum 30 kíló, ekki 90. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Reuters

Móðir átta ára gam­als drengs í Ohio í Banda­ríkj­un­um vís­ar því á bug að hún beri ábyrgð á því að pilt­ur­inn veg­ur rúm 90 kíló. Búið er taka dreng­inn úr um­sjá móður sinn­ar og hef­ur hon­um verið komið fyr­ir hjá fóst­ur­for­eldr­um.

Fjöl­miðlar í Cleve­land greindu fyrst frá þessu máli um sl. helgi. Þeir segja að móðir drengs­ins hafi misst for­ræðið yfir syni sín­um í októ­ber sl. Emb­ætt­is­menn í Coya­hoga-sýslu halda því fram að móðirin geri lítið sem ekk­ert til að hjálpa syni sín­um, sem sé hættu­lega þung­ur. Það sé eðli­legt að átta ára barn vegi í kring­um 30 kíló en ekki rúm 90. Þetta kem­ur fram á vef Los Ang­eles Times.

„Vanda­mál barns­ins er það al­var­legt að við urðum að taka hann í okk­ar um­sjá,“ seg­ir Mary Louise Madig­an, sem starfar hjá barna- og fjöl­skylduþjón­ustu sýsl­unn­ar.

Hún bæt­ir við að emb­ætt­is­menn hafi vitað af þessu vanda­mál í rúmt ár og á þeim tíma hafi þeir reynt að aðstoða móður­ina við að létta pilt­inn.

„Við höf­um unnið með þess­ari fjöl­skyldu af krafti í 20 mánuði áður en kom að þessu,“ seg­ir Pat­ricia Ri­deout, sem stýr­ir stofn­un­inni. Dóm­ari hafi að lok­um samþykkt að koma drengn­um í fóst­ur.

Yf­ir­völd í sýsl­unni fóru að skoða mál drengs­ins í fyrra eft­ir að móðir hans hafði farið með hann á spít­ala, en hann átti þá erfitt með að anda. Lögmaður fjöl­skyld­unn­ar seg­ir hins veg­ar að dreng­ur­inn glími ekki við nein heilsu­fars­leg vanda­mál sem kalli á slík viðbrögð sem yf­ir­völd hafi sýnt og gripið til.

Móðir drengs­ins, sem hef­ur ekki verið nefnd á nafn, seg­ir að það sé verið að láta sig líta út fyr­ir að vera van­hæf móðir sem elski ekki barnið sitt. „Að sjálf­sögðu elska ég hann. Að sjálf­sögðu vil ég að hann létt­ist. Það er lífs­stíls­breyt­ing og þeir láta þetta líta út fyr­ir að ég sé því mót­fall­in. Þetta er hins veg­ar erfitt, en ég er að reyna,“ seg­ir móðirin.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Síminn hringir, þú færð í sífellu skilaboð og aðrar tilkynningar sem trufla einbeitinguna. Jafnvel hálftíma einvera er nóg til þess að rétta kjölinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Síminn hringir, þú færð í sífellu skilaboð og aðrar tilkynningar sem trufla einbeitinguna. Jafnvel hálftíma einvera er nóg til þess að rétta kjölinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir