8 ára og 90 kíló

Yfirvöld í Coyahoga-sýslu segja eðlilegt að 8 ára börn vegi …
Yfirvöld í Coyahoga-sýslu segja eðlilegt að 8 ára börn vegi í kringum 30 kíló, ekki 90. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Reuters

Móðir átta ára gamals drengs í Ohio í Bandaríkjunum vísar því á bug að hún beri ábyrgð á því að pilturinn vegur rúm 90 kíló. Búið er taka drenginn úr umsjá móður sinnar og hefur honum verið komið fyrir hjá fósturforeldrum.

Fjölmiðlar í Cleveland greindu fyrst frá þessu máli um sl. helgi. Þeir segja að móðir drengsins hafi misst forræðið yfir syni sínum í október sl. Embættismenn í Coyahoga-sýslu halda því fram að móðirin geri lítið sem ekkert til að hjálpa syni sínum, sem sé hættulega þungur. Það sé eðlilegt að átta ára barn vegi í kringum 30 kíló en ekki rúm 90. Þetta kemur fram á vef Los Angeles Times.

„Vandamál barnsins er það alvarlegt að við urðum að taka hann í okkar umsjá,“ segir Mary Louise Madigan, sem starfar hjá barna- og fjölskylduþjónustu sýslunnar.

Hún bætir við að embættismenn hafi vitað af þessu vandamál í rúmt ár og á þeim tíma hafi þeir reynt að aðstoða móðurina við að létta piltinn.

„Við höfum unnið með þessari fjölskyldu af krafti í 20 mánuði áður en kom að þessu,“ segir Patricia Rideout, sem stýrir stofnuninni. Dómari hafi að lokum samþykkt að koma drengnum í fóstur.

Yfirvöld í sýslunni fóru að skoða mál drengsins í fyrra eftir að móðir hans hafði farið með hann á spítala, en hann átti þá erfitt með að anda. Lögmaður fjölskyldunnar segir hins vegar að drengurinn glími ekki við nein heilsufarsleg vandamál sem kalli á slík viðbrögð sem yfirvöld hafi sýnt og gripið til.

Móðir drengsins, sem hefur ekki verið nefnd á nafn, segir að það sé verið að láta sig líta út fyrir að vera vanhæf móðir sem elski ekki barnið sitt. „Að sjálfsögðu elska ég hann. Að sjálfsögðu vil ég að hann léttist. Það er lífsstílsbreyting og þeir láta þetta líta út fyrir að ég sé því mótfallin. Þetta er hins vegar erfitt, en ég er að reyna,“ segir móðirin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir