Falsaði dánartilkynningu móður sinnar til að fá frí frá vinnu

Móðir mannsins er sprelllifandi. Myndin er úr safni.
Móðir mannsins er sprelllifandi. Myndin er úr safni. Reuters

Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segir að karlmaður á fimmtugsaldri hafi beitt heldur undarlegri leið til að svíkjast um í vinnu. Maðurinn tók upp á því að fá birta tilkynningu í dagblaði um að móðir hans væri látin. Hún er hins vegar sprelllifandi.

Maðurinn hugðist með þessu fá greidd laun á meðan hann væri frá vinnu í leyfisleysi.

Þegar ættingjar fólksins sáu dánartilkynninguna í dagblaðinu The Jeffersonian Democrat í Pennsylvaníu höfðu þeir samband við blaðið til að láta vita að konan væri á lífi og við hestaheilsu. Móðir mannsins heimsótti einnig blaðið til að sýna fram á að hún drægi enn andann.

Hefur lögreglan ákært son hennar, hinn 45 ára gamla Scott Bennet, fyrir óspektir.

Randy Bartley, ritstjóri dagblaðsins, segist hafa tekið við dánartilkynningunni í góðri trú, en hann hafi ekki getað staðfest málið áður en blaðið fór í prentun. Hann segir í samtali við dagblaðið The Derrick að móðir mannsins hafi verið skilningsrík.

Lögreglan segir að Bennett hafi sent dánartilkynninguna þar sem hann vildi ekki eiga á hættu að vera rekinn fyrir að hafa tekið sér frí frá vinnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar