Ríkasti köttur í heimi

Köttur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Köttur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Tommaso, fjögurra ára gamall köttur frá Róm, er líklega orðinn ríkasti köttur í heimi eftir að eigandi hans, 94 ára gömul kona, arfleiddi hann að auðæfum sem nema jafnvirði allt að 1,6 milljarða króna við andlát sitt.

Er Tommaso, sem áður var flækingsköttur, nú orðinn fasteignamógúll en eigandi hans átti fasteignir víða um Ítalíu. Í handskrifaðri erfðaskrá sinni, sem hún skrifaði undir árið 2009, fól konan, sem var barnlaus ekkja byggingarverktaka, lögmönnum sínum að finna dýraverndunarsamtök eða félag sem gæti tekið á móti arfinum og annast eftir dag Tommasos.

Samkvæmt ítölskum lögum geta dýr ekki fengið arf með beinum hætti en hægt er að stofna sjóð í þeirra nafni. Ákvað konan að fela hjúkrunarkonu sem annaðist hana undir lokin umráð yfir arfinum og Tommaso. The Guardian segir frá þessu.

Auðæfi Tommasos blikna þó í samanburði við ríkidæmi þýska fjárhundsins Günthers IV sem erfði föður sinn, Günther III, en hann var gæludýr þýskrar hertogaynju. Nema eignir hans jafnvirði um 44,5 milljarða króna.

Ríkasti köttur í heimi var áður talinn vera kötturinn Blackie, sem sérvitur breskur eigandi arfleiddi að 1,6 milljörðum króna árið 1988.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar