Skrópaði í kviðdómnum og fór á söngleik

Matthew Banks var dæmdur í 14 daga fangelsi.
Matthew Banks var dæmdur í 14 daga fangelsi. mbl.is

Nítján ára nemi við háskólann í Manchester mun dvelja á bak við lás og slá yfir jólin fyrir að ljúga því að hann væri veikur til að sleppa við að mæta í kviðdóm. Pilturinn skellti sér hins vegar til London á söngleik. Lygasagan kostar hann 14 daga í ungmennafangelsi.

Matthew Banks átti að mæta til kviðdómsstarfa í máli þar sem karlmaður er ákærður fyrir að hafa ekið yfir kærustu sína. Hann hringdi í dómshúsið á föstudegi og sagðist hafa ælt alla nóttina og kæmist því ekki til starfa. Þetta hafði þær afleiðingar að 11 aðrir kviðdómarar voru sendir heim. Þegar ritari dómsins hringdi svo síðdegis heim til Banks til að athuga hvort hann gæti mætt eftir helgina, sagði kærastinn að Banks væri ekki heima, hann hefði farið til London að sjá söngleik. Í ljós kom síðar að það var söngleikurinn Chicago í uppfærslu Garrick-leikhússins sem átti athygli Banks alla þetta kvöld.

Martin Rutland dómari sagði erfitt að þurfa að dæma Banks í fangelsi, þar sem hann hefði setið í kviðdómsstúkunni hjá honum nokkrum dögum fyrr. Hins vegar yrði að refsa stráknum fyrir brotið.

Móður Banks finnst erfitt að hafa ekki drenginn sinn hjá sér á jólunum og hefur mótmælt niðurstöðu dómarans. „Hann er bara óþroskaður ungur maður og við hvöttum hann til að biðjast afsökunar á þessu framferði,“ sagði móðirin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar