Gluggagægir handtekinn

Þessi jólasveinn kom hvergi nærri í Kolding á jóladag.
Þessi jólasveinn kom hvergi nærri í Kolding á jóladag. Reuters

Tveir íbú­ar ein­býl­is­húsa­hverf­is­ins Grøn­holt­p­ar­ken í Kol­d­ing hand­tóku glugga­gægi á jóla­dag. Ekki var um að ræða villuráfandi ís­lensk­an jóla­svein held­ur þarlend­an 34 ára karl­mann sem und­an­farið hef­ur gægst inn um glugga í hverf­inu.

Borg­ar­arn­ir tveir sátu fyr­ir glugga­gæg­in­um í bíl. Þeim tókst að góma kauða og hef­ur glugga­gæg­ir­inn verið kærður fyr­ir vel­sæm­is­brot, að sögn frétta­vefjar­ins JV á Jótlandi. Lög­regl­unni höfðu borist marg­ar til­kynn­ing­ar und­an­farið um glugga­gæg­inn.

Þá var framið blygðun­ar­sem­is­brot á göngu­stíg við hverfið fyr­ir skömmu. Borg­ar­arn­ir tveir sem hand­tóku glugga­gæg­inn höfðu talið lík­legt að hann réði illa við sig um jól­in og sátu því fyr­ir hon­um. Maður­inn birt­ist svo um miðnætti á stað þar sem hann hafði áður gónt inn um glugga á unga konu sem þar bjó.

Borg­ar­arn­ir tveir eltu mann­inn, fram­kvæmdu borg­ara­lega hand­töku og kölluðu svo eft­ir lög­regl­unni sem hand­tók mann­inn. Hon­um var sleppt eft­ir að hon­um var birt ákæra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir