Churchill er ofmetinn

Winston Churchill.
Winston Churchill. Reuters

Winston Churchill er einn ofmetnasti maður mannkynssögunnar og Napóleon Bónaparte og Hinrik fimmti eru litlu skárri. Þetta er mat nokkurra sagnfræðinga í nýju hefti sögutímarits breska ríkisútvarpsins BBC sem ætlað er að vekja umræður og umtal um sagnfræði.

Forsætisráðherrann sem leiddi Breta í gegnum síðari heimsstyrjöldina var valinn af sagnfræðingnum og fyrrverandi fréttamanni BBC, Christopher Lee. Ástæðan fyrir vali hans á Churchill er ferill hans sem ráðherra og pólitísk afglöp fyrr á ferlinum.

„Ef það hefði ekki verið fyrir þá staðreynd að hann leiddi Bretland til sigurs í síðari heimsstyrjöldinni þá myndum við takmarkað eftir honum,“ heldur Lee fram. Churchill hafi sýnt af sér vonlausa dómgreind og ofstækisfulla notkun á hernum, að minnsta kosti fram til sumarsins 1940.

Aðrir sem nefndir eru af sagnfræðingum sem ofmetnir í sögunni eru til dæmis Malcom X, Elísabet fyrsta, Charles Darwin og Oscar Wilde. Breska blaðið The Guardian segir frá þessu.

„Engin persóna úr sögunni ætti að vera undanþegin gagnrýni svo það er hressandi að sjá að dómnefndin okkar hefur verið tilbúin til að beina sjónum að nokkrum af ástsælustu einstaklingum fortíðarinnar. Við vonum að hún veki líflegar umræður,“ segir Robert Atter, aðstoðarritstjóri tímaritsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan