Frosið súrkál olli umferðaröngþveiti

Reuters

Gríðarlegt umferðaröngþveiti varð á hraðbraut í Þýskalandi í gærmorgun þegar staflar af súrkáli féllu úr flutningabifreið sem lenti í árekstri. Súrkálið fraus fast við veginn og olli 10 km langri umferðarteppu á háannatíma.

Flutningabíllinn ók aftan á fólksbíl á hraðbrautinni við bæinn Friedberg sem er í nágrenni við Frankfurt. Ökumaður annars flutningabíls sem kom á eftir náði ekki að bregðast við í tæka tíð og skall aftan á flutningabílinn sem var að flytja súrkálið.

Lögreglan segir að mörg hundruð pokar af súrkáli hafi fallið á veginn. Sumir pokarnir sprungu með þeim afleiðingum að súrkál dreifðist út um allt. Lögreglan varð að loka hraðbrautinni í aðra áttina á meðan menn athöfnuðu sig á vettvangi. Kalt er í veðri í Þýskalandi og því fraus súrkálið fast við veginn.

Áreksturinn varð rétt fyrir kl. 5 í gærmorgun að staðartíma. Flutningabílstjórarnir sluppu ómeiddir en ökumaður fólksbílsins hlaut minniháttar áverka.

Tjónið er metið á um 100.000 evrur, eða sem samsvarar um 16 milljónum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Anna Dóra Gunnarsdóttir: Jamm
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir