Sektir fyrir að kasta svifdiskum

Hættulegur leikur? Maður leikur sér með svifdisk á ströndinn Venice …
Hættulegur leikur? Maður leikur sér með svifdisk á ströndinn Venice Beach í Kaliforníu. Reuters

Sólardýrkendur geta nú átt á hættu að verða sektaðir fyrir að henda boltum og svifdiskum sín á milli á ströndum Los Angeles-sýslu. Sektin nemur 12 þúsund krónum.

Bannið nær til allra bolta og svifdiska með einni undantekningu þó: Það má kasta á milli sín blakboltum á ströndinni. Verður bannið í gildi frá maí-september ár hvert.

Á sömu ströndum og föngulegir strandverðir í sjónvarpsþáttunum Baywatch hlupu um með flothylkin sín, er nú bannað að leika sér með bolta.

„Strendurnar okkar eru mjög vinsælar og bannið snýst um að auka öryggi þeirra sem þær sækja,“ segir Carol Baker við Sky-sjónvarpsstöðina.

Hafa yfirvöld áhyggjur af slysum sem hljótast af því þegar fólk fleygir sér aftur á bak eða áfram til að reyna að ná bolta eða svifdiski og geta þá stigið á friðsæla sólardýrkendur sem liggja í sandinum.

Margir hafa gagnrýnt bannið og segja það ótrúlega forræðishyggju í landi hinna frjálsu, Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir